Síðasta árið var ég í námi í lýsingarhönnun. Þar kynntumst við verkum bandaríska listamannsins James Turrell sem vinnur með upplifun og skynjun okkar á rýmum (e. spaces). Þannig spilar Turrell vandlega með samsetningu á litum og ljósi í listaverkum sínum, þar sem hann hugar að eiginleikum sjónar okkar – hvernig sjáum við og upplifum ljósið. Um er að ræða innsetningar í hinum ýmsu rýmum hingað og þangað um heiminn.

Eitt af verkum Turrell er staðsett í sænsku sveitinni, í útjaðri Stokkhólms. Þangað fór ég ásamt móður minni eitt laugardagskvöldið í júní. Staðsetning verksins var sérstök en það var í turni sem stóð hátt inní skógi, á bakvið bleikt sjúkrahús sem virtist vera nær því að vera komið í eyði, enginn á ferli.

20170617_211116.jpgInn í skóginn við gengum og við háa turninn tók á móti okkur gömul kona sem var klædd í mörg lög af fötum í ýmsum tónum af appelsínugulum. Hún kynnti sig sem leiðsögumann og listakonu og gaf mér upp heimilisfang sitt ef einhvern tímann ég vildi kíkja í kaffi.

20170617_211359.jpg

Listaverkið þarna í sænsku sveitinni kallast Skyspace. Inn í turninum er klefi með steyptum veggjum og sætum, minnir helst á einangrunarklefa í fangelsi. Þarna áttum við að vera í þrjá klukkutíma og upplifa og skynja töfra ljóss og lita í gegnum sólsetrið. Í þakinu á klefanum var nefnilega hringlaga op þar sem sást í himininn og á steypta veggi klefans var varpað lituðu ljósi.

20170617_215459

Vegna þess hvernig augun okkar skynja liti, þá var fremur magnað að sitja þarna í einangrunarklefanum og horfa til himins. Eftir því sem leið á þá breyttust litirnir á veggjunum í andstæður við litinn á himninum, og skyndilega upplifði maður himininn grænan, eða fjólubláan, eða rauðan! Þvílíkir töfrar!

20170617_220153.jpg

Þetta var mjög sérstök upplifun, þarna í einangrunarklefanum í sænsku sveitinni. Ef þið eigið leið til Stokkhólms, þá mæli ég með að gera sér ferð að Skyspace og upplifa töfrana!

20170617_225831

20170617_231410

Advertisements
Posted by:Anna Guðmundsdóttir

Hönnun, mannlíf og heillandi bæjarrými

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s