Það er svo notalegt að sitja úti í ferska loftinu, nær sama hvernig viðrar. Nú ætla ég að útbúa kósý horn úti í garði, þar sem ég get setið í sveitakyrrðinni á kvöldin. Fyrsta verk, uppfæra eðal páfuglabaststól sem ég á.

Konunglegt hásæti!

Páfuglastólinn keypti ég einu sinni á nytjamarkaði í Borgarnesi og spreyjaði gulllitaðan. Þvílíkt stofuprýði sem hann er, gulllitað hásætið! En nú er hann orðinn draslaralegur, gullið hætt að skína og tími til kominn að flikka uppá hann og færa út í garð. Grátt sprey varð fyrir valinu, enginn glys og glamúr lengur.

Fann þennan fína gráa spreygrunn í ónefndri verzlun á landsbyggðinni. 

Spreyjaði tvær umferðir á páfuglinn af minni bestu list og þolinmæði. Til allra hamingju færði ég stólinn út á grasblett áður en ég hófst handa við að spreyja, þar sem grasið varð grátt og fínt eftir átökin.

Eftir fyrri umferð!

Tróð að lokum púðum og teppi á stólinn og sit nú hér að njóta útsýnisins, hlustandi á fuglasönginn og baulandi beljurnar.

20049161_10213191473332170_213476760_o.jpg
Kósý kósý

Takk og bless

Advertisements
Posted by:Anna Guðmundsdóttir

Hönnun, mannlíf og heillandi bæjarrými

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s