James Turrell: Skyspace

Síðasta árið var ég í námi í lýsingarhönnun. Þar kynntumst við verkum bandaríska listamannsins James Turrell sem vinnur með upplifun og skynjun okkar á rýmum (e. spaces). Þannig spilar Turrell vandlega með samsetningu á litum og ljósi í listaverkum sínum, þar sem hann hugar að eiginleikum sjónar okkar – hvernig sjáum við og upplifum ljósið.…

Read More

DIY/ Páfugl fyrir garðinn

Það er svo notalegt að sitja úti í ferska loftinu, nær sama hvernig viðrar. Nú ætla ég að útbúa kósý horn úti í garði, þar sem ég get setið í sveitakyrrðinni á kvöldin. Fyrsta verk, uppfæra eðal páfuglabaststól sem ég á. Konunglegt hásæti! Páfuglastólinn keypti ég einu sinni á nytjamarkaði í Borgarnesi og spreyjaði gulllitaðan.…

Read More

Týnd í Stokkhólmi

Stokkhólmur er dásamleg borg. Suma daga, þegar ég er ekki að drífa mig heim í sveitina, þá rölti ég frá skólanum að aðallestarstöðinni. Vel nýja leið í hvert skipti til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Iðandi mannlíf (betlandi sígaunar), tignarlegar byggingar og nálægðin við sjóinn. Jólaskreytingar í miðborginni og aðventuljós í hverjum glugga, hlýlegt…

Read More

Nattljus ljósahátíð

Heimferð! Loksins! 8 dagar úti í kuldanum í krimmabæ í Svíþjóð að hengja upp ljós, setja í samband, kveikja á ljósum, taka úr sambandi, slökkva á ljósum… Bekkurinn minn tók þátt í ljósahátíðinni Nattljus í Eskilstuna sem var núna um helgina. Hópurinn minn lýsti upp torg hér í bænum og kvikmyndahús og það var snilld…

Read More

Eskilstuna

Heimsótti bæinn Eskilstuna með skólanum um daginn. Skoðuðum okkur um þar sem við verðum með ljósainnsetningu á nokkrum svæðum á ljósahátíðinni Nattljus í næstu viku. Aðaltorgið í bænum er heillandi. Greinilega nýbúið að taka það allt í gegn og útbúa góð bæjarrými. Við sátum á torginu um stund og fylgdumst með mannlífinu. Allir aldurshópar nutu…

Read More

First life,
then spaces,
then buildings.

The other way around
never works.

Jan Gehl

something happens
because
something happens
because
something happens

Jan Gehl

Hjalteyri: heillandi sjávarþorp

Hjalteyri er fallegt og nokkuð falið sjávarpláss með einstakan staðaranda á leiðinni frá Akureyri til Dalvíkur. Yfir litríku þorpinu gnæfir stór og mikil verksmiðjubygging en á árum áður var þar starfrækt síldarverksmiðja. Uppbygging hefur verið á Hjalteyri og hefur gamla verksmiðjan öðlast nýtt líf þar sem haldnar eru listasýningar, tónleikar og einnig er þar köfunarmiðstöð.…

Read More

Svartur sandur

Á Dalvík er fjara með svörtum sandi, kraftmiklar öldur skella á land. Melgresishólar, víðsýni út Eyjafjörð, fjöllin og Hrísey. Kalt og hafgola en sól. Dökk þoka læðist inn fjörðinn. Það væri fallegt að tengja þennan stað við bæjarkjarnann. Staðurinn er falinn og til þess að komast þangað þarf að fara í gegnum óheillandi iðnaðarhverfi þar…

Read More